Nú förum við (Uppávið) til Helsinki
Ferð á heimsmót Hvítasunnumanna og "The send"
Heimsmót Hvítasunnumanna (PWC) er haldið á 4. ára fresti og árið 2025 verður það haldið í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Mótið verður haldið í Helsinki Ice Hall 4.-6. júní og "The send" verður svo haldið 7. júní á sama stað. Fjöbreytt dagskrá verður á PWC og frábærir predikarar víða að um heiminn munu tala á mótinu m.a. Rick Warren höfundur bókarinnar Tilgangsríkt líf.
Sjá nánari dagskrá PWC hér
Ferðaskipulag
Flogið verður með Icelandair að morgni mánudagsins 2. júní og til baka sunnudaginn 8. júní. Mánudagur 2. og þriðjudagur 3. eru ekki ráðstefnudagar og þá gefst tækifæri til að skoða sig um í Helsinki.
Gist verður á Omena hotel sem er einfalt en vel staðsett hótel í miðborg Helsinki. Um 20 mín tekur að fara með sporvagni að ráðstefnuhöllinni. Hægt verður að gista í 1 - 4 manna herbergjum en ódýrast er að gista í 4 manna herbergi.
Innifalið í verði er eftirfarandi:
- Flug með Icelandair fram og til baka
- Gisting á Omena hotel með morgunverðarpakka
- Ferð til og frá flugvelli með almenningssamgöngum
- Ferðapassi í Helsinki
- Mótsgjald fyrir PWC 2025 og The Send
- 2x hádegisverður og 3x kaffihressing á mótinu
Áætlað verð á mann m.v. 4 manna herbergi er kr. 130.000
Áætlað verð á mann m.v. 3 manna herbergi er kr. 135.000
Áætlað verð á mann m.v. 2 manna herbergi er kr. 140.000
Áætlað verð á mann m.v. 1 manna herbergi er kr. 175.000
ATH. ofangreind verð standa til 11. september 2024 en gætu eitthvað breyst þá vegna flugfargjalda.
Athugað að þátttakendur greiða sjálfir á staðnum fyrir þær máltíðir sem ekki eru innifaldar í verði. Veitingastaðir eru nálægt og matarvagnar verða á mótsvæðinu.
Skráning
Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst til þess að tryggja flugfar, gistingu og miða á mótið.
Til þess að skrá sig þarf að fylla út þetta skráningarform og greiða staðfestingargjald
kr. 45000 inn á reikning Kt: 490884-0419 Banki 0338 Hb 26 Nr 000099 til að staðfesta ferðina. Athugið að staðfestingargjaldið er m.a. vegna staðfestingargjalda á flugi o.fl og er því óafturkræft.
Það sem eftir stendur þarf að greiða eigi síðar en 1. apríl 2025
Um er að ræða "Uppávið" ferð þ.e. fyrir ungt fólk sem þjónar eða hefur áhuga á að þjóna í kristilegu starfi. Ef þú ert ekki viss hvort það á við þig þá er gott að spjalla um það við forstöðumann eða unglingaleiðtoga í þinni kirkju.
Ferðin er hugsuð fyrir 16 ára og eldri. 16 - 17 ára þurfa að skila inn leyfisbréfi og foreldri þarf einnig að hafa samband við Aron í síma 6949498.
Þátttakendur sem skrá sig í ferðina staðfesta með því að þeir munu:
- Fylgja leiðbeiningum leiðtoga.
- Vera virkir þátttakendur í hópnum og á ráðstefnunum.
- Leitast við að vera sjálfum sér, hópnum og Jesú góður vitnisburður.