Crop Leiðtogahelgi hki 17.-19. mars 2022 (1920 × 600 px).png

TENGJUMST - LÆRUM - FÖRUM LENGRA

Leiðtogahelgi Hvítasunnukirkjunnar er haldin í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð.  Helgin er opin öllum leiðtogum í Hvítasunnukirkjunni, sama hvaða deild um ræðir. Leiðtogar í tengdum samtökum eru einnig hvattir til að koma. 

Dagskrá leiðtogahelgarinnar skiptist í tvo hluta.

Fyrri hlutinn er aðalfundur, hugsaður fyrir forstöðumenn, stjórnir/öldunga hvítasunnukirknanna og fólk í stjórnum og nefndum á vegum Hvítasunnukirkjunnar. Öðrum er þó frjálst að mæta sem áheyrnarfulltrúar á aðalfundinn.


Seinni hlutinn er opinn fyrir alla sem eru í einhvers konar leiðtogastöðu innan hvítasunnukirknanna og samstarfssamtökum.


Fyrri hluti hefst fimmtudagskvöldið 17. mars með vitnisburðastund klukkan 20:30 í Skálanum. Aðalfundur HKÍ byrjar stundvíslega klukkan 09:00 á föstudaginn 18.mars og endar klukkan 12:00 og er mikilvægt að allir þátttakendur á aðalfundinum séu mættir tímanlega. 

Seinni hluti sem er jafnframt eiginleg dagskrá leiðtogahelgarinnar hefst klukkan 13:00 föstudaginn 18. mars.  Það verður vönduð dagskrá með gagnlegum kennslum, panelumræðum, samkomu, hópavinnu o.fl. Dagskránni lýkur seinnipart laugardags 19. mars. 

Ekki er þörf á að koma með rúmföt en gott er að muna eftir handklæði, inniskóm/þykkum sokkum og skriffærum. 

Verð fyrir helgina er kr. 11.000 

Verð fyrir námsmenn er kr. 8.000

Innifalið í verði er dagskrá, gisting og matur.

Greitt er með millifærslu á
kt: 490884-0419 0338-26-99

 

SKRÁNINGARFORM

 
 
Minni Leiðtogahelgi hki 17.-19. mars 2022 (2).png