top of page
Leiðtogahelgi HKÍ 2024.png

14.-16. mars

HVAÐ SEGIR FÓLK UM LEIÐTOGAHELGI HKÍ

"Ég var mjög ánægð með helgina. Góð kennsla og lofgjörð. Frábær matur fyrir anda sál og líkama."

"Ég kom sem nýr maður til baka."

"Mjög góð helgi, mjög fræðandi og uppbyggileg."

"Leiðtogahelgi er einstaklega gefandi og skemmtileg samvera þar sem leiðtogar á öllum aldir frá mörgum kirkjum koma saman. Á mótinu eru einstaklega góðar kennslur og fyrirlestrar og yndisleg samvera. Þar gefst tækifæri til að hitta vini og kynnast nýju fólki og skapa tengsl í traustum félagsskap..."

UM HELGINA

Leiðtogahelgi Hvítasunnukirkjunnar er haldin í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð.  Helgin er opin öllum leiðtogum í Hvítasunnukirkjunni, sama hvaða deild um ræðir. Leiðtogar í tengdum samtökum eru einnig hvattir til að koma. 

Dagskrá leiðtogahelgarinnar skiptist í tvo hluta.

Fyrri hlutinn er aðalfundur, hugsaður fyrir forstöðumenn, stjórnir/öldunga hvítasunnukirknanna og fólk í stjórnum og nefndum á vegum Hvítasunnukirkjunnar. Öðrum er þó frjálst að mæta sem áheyrnarfulltrúar á aðalfundinn.

Seinni hlutinn er opinn fyrir alla sem eru í einhvers konar leiðtogastöðu innan hvítasunnukirknanna og samstarfssamtökum.

 

Fyrri hluti hefst fimmtudagskvöldið 14. mars með vitnisburðastund klukkan 20:30 í Skálanum. Aðalfundur HKÍ byrjar stundvíslega klukkan 09:00 á föstudaginn 15.mars og endar klukkan 12:00 og er því mikilvægt að allir þátttakendur á aðalfundinum séu mættir tímanlega. 

Seinni hluti sem er jafnframt eiginleg dagskrá leiðtogahelgarinnar hefst klukkan 13:00 föstudaginn 15. mars.  Það verður vönduð dagskrá með gagnlegum kennslum, panelumræðum, samkomu o.fl. Dagskránni lýkur seinnipart laugardags 16. mars. 

Ekki er þörf á að koma með rúmföt en gott er að muna eftir handklæði, inniskóm/þykkum sokkum og skriffærum. 

Einnig er hægt að kaupa miða án gistingar og dvelja á einhverjum af fjölmörgum gististöðum í nágrenni Skálasvæðisins. 

bottom of page