top of page
HVÍTASUNNUKIRKJURNAR UM LANDIÐ
Hvítasunnukirkjan er með starfsemi á 11 stöðum á Íslandi sem hver um sig starfar sjálfstætt en vinna að sameiginlegum markmiðum og styðja hver við aðra. Við tengjumst Hvítasunnukirkjunum á norðurlöndum sterkum böndum en þar eru rúmlega 1000 Hvítasunnukirkjur með hátt í 200.000 meðlimi.
Á ÍSLANDI Í 100 ÁR
Hvítasunnukirkjan hefur starfað á Íslandi frá árinu 1921 og starfar víða um land. Starfsemin er fjölbreytt og má þar nefna æskulýðsstarf, hjálparstarf, tónlistarstarf og Kotmót sem haldið hefur verið árlega um Verslunarmannahelgina síðan 1949 og er stærsti árlegi viðburður sinnar tegundar á Íslandi. Í dag eru 11 Hvítasunnukirkjur starfandi á Íslandi.
bottom of page